23.08.1915
Efri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

41. mál, löggiltir vigtarmenn

Hákon Kristófersson:

Nefndin leit svo á, sem ekkert væri sjerstaklega athugavert við þetta, annað en ákvæðið „eftir samkomulagi“, enda vildi hún nema það burtu. Orsökin var sjerstaklega sú, að hún hugði að menn gætu orðið óþarflega háðir, ef þetta ákvæði væri notað. En hvað viðvíkur því, sem hv.1. kgk. þm. (E.B.) sagði, að gjaldið væri of lágt, þá leit nefndin svo á, sem það væri fullsómasamleg borgun. Jeg skal t. d. geta þess, að sams konar ákvæði eru um fiskimatsmenn, og munu þeir oftast hafa 65 au. um tímann. Annars þakka jeg hv. 1. kgk. þm. fyrir þessa bendingu, en þar sem meðnefndar. menn mínir eru ekki viðstaddir, þá vil eg ógjarnan taka brtt. aftur, en vona að deildin samþykki frumvarpið til 3. umr.