25.08.1915
Efri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

41. mál, löggiltir vigtarmenn

Guðmundur Björnson:

Jeg vil ekki, hafa á móti því, að þetta frv. sje gott og vel hugsað, en jeg vil víkja að öðru mikilsverðu atriði, er snertir frv. Jeg hefi rekið mig á það, þótt undarlegt megi virðast, að í búðum hjer í Reykjavík er mjög áfátt um vogir og lóð. Þessa hefi jeg orðið var, vegna þess, að jeg hefi oft látið sjúklinga mína vega sig á viku fresti, og hefir það þá borið við, að vogin hefir sagt að þeir hafi ljettst um 5 £b, þótt þeir hafi sýnilega fitnað. Jeg hefi þá sent þá í fleiri búðir, og hefir vogunum aldrei borið saman, — mismunurinn stundum alt að 8 £b. Jeg er. því sannfærður um, að það sje nauðsynlegt að hafa meira eftirlit með þessu en verið hefir, og vil jeg því spyrja, hvort það sje meining manna, að vigtarmenn eigi að bera ábyrgð á því, að vogin sje rjett. Það er nauðsynlegt að fá einhverja tryggingu fyrir rjettri vog, því að eitt er það, að vogin sje rjett, og annað hitt; að rjett sje vegið á hana. Jeg vona að jeg fái svar við þessari spurningu.