25.08.1915
Efri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (422)

41. mál, löggiltir vigtarmenn

Eiríkur Briem:

Út af orðum hv. 5. kgk. þm. (G. B.), vil jeg taka það fram, að jeg veit ekki hvaða lög gilda nú, en verslunarlögin frá 1854 kveða svo á, að reyna skuli lóðin með því að skifta um þau á skálunum, og kemur þá alt heim, ef rjett er. En nú eru alment notaðar decimalvogir, og er mikið vandhæfi á að fullvissa sig um, að þær sjeu rjettar, því að við þær gagnar ekki gamla aðferðin. En vigtarmenn settu að fullvissa sig um, að þær væru rjettar.