27.08.1915
Efri deild: 44. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í B-deild Alþingistíðinda. (444)

86. mál, líkbrennsla

Jósef Björnsson:

Þetta mál er nýmæli, og því vafalaust rjett, að það sje athugað af nefnd, áður en það er afgreitt sem lög. Jeg vil því leyfa mjer að leggja það til, að þessari umræðu verði frestað, og að málinu verði vísað til kirkjugarðsnefndarinnar.