20.08.1915
Efri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 355 í B-deild Alþingistíðinda. (462)

107. mál, skoðun á síld

Sigurður Stefánsson :

Sjávarútvegsnefndin hefir borið sig saman um brtt. á þgskj. 441, og hefir fallist á hana. Það er ekki nema eðlilegt, að Austfirðingar fari því sama á flot í þessu efni sem Vestfirðingar, því að líkt stendur á í báðum þessum landshlutum. Það mun og vera rjett, sem háttv. flutningsmaður brtt. (B. Þ.) tók fram, að lögin ættu að komast sem fyrst í gildi, þótt Vestfirðingar hafi að líkindum engin not af því þetta ár. Vil jeg því fyrir hönd nefndarinnar mæla með því. að brtt. verði samþykt.