23.08.1915
Efri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í B-deild Alþingistíðinda. (472)

65. mál, áfengir drykkir

Framsögnmaður (Björn Þorláksson):

Jeg skal ekki tala lengi. Nefndarálitið — þó stutt sje — tekur fram mun þann, sem er á frumvarpinu og gildandi lögum, eða lögunum um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja. Munurinn er þrens konar. Frv. bannar ekki að eins að brugga áfenga drykki, heldur bannar það líka að gjöra aftur drekkandi það, sem áður hefir verið gjört óhæft til neytslu. Frumvarpið hækkar að miklum mun sektirnar, og það setur fastákveðið áfengismark, sem nú vantar með öllu. Nefndin var svo heppin, að í henni varð sama sem enginn ágreiningur, og vona jeg því að frv. gangi fram. Þó gæti eg búist við að mönnum kynni að þykja sektirnar of háar, ef einhverjum yrði á, er hann t. d. er brugga vín í heimahúsum úr innlendum efnum (rabarbara o. fl.), að fara yfir áfengismarkið, en jeg hygg að ekki þurfi að óttast það, ef útlend efni. eru ekki notuð.

Hjer er sá kostur, að fast ákvæði er fyrir áfengismarkinu, en það var ekki til í gömlu lögunum, svo að ef maður bruggaði vín, sem væri t. d. 7–8% að styrkleika, þá er enginu vafi á því, að sá hinn sami yrði sektaður og dæmdur eftir núgildandi lögum, þó áfengismarkið vanti í þau. Það yrði farið eftir áfengismarki í aðflutningsbannlögunum. Ekki er hjer því að ræða um neitt nýtt eða hert ákvæði. Mönnum, sem kunna að brugga vín eða öl, er því engin ný hætta búin af þessu frumvarpi, þó að lögum yrði. Hjer er að eins að ræða um hærri. sektir. Í gildandi lögum eru 10 kr. lágmarkið, en það er svo lágt, að það fælir engan. Nefndinni þótti því rjett að ákveða sektirnar sömu og við brotum á aðflutningsbannslögunum.

Þá kemur að því nýja ákvæði, sem sje að gjöra aftur drekkandi vín, sem áður hafa verið gjörð óhæf til drykkjar. Ástæðan er sú, að menn hafa tekið að reyna að gjöra aftur drekkandi suðuspíritus o. fl. tegundir. Þetta álítur nefndin hegningarvert og vill leggja sektir við. það skal minnst, að sumum fanst þetta ákvæði óþarft, þar eð það heyrði undir 1. gr. (tilbúning), en nefndin leitaði álits tveggja lögfræðinga utan nefndarinnar um þetta efni, og töldu þeir, að vafasamt væri, hvort hægt væri að heimfæra það undir þá grein.

Þá er sett inn ákvæði um það, að stjórnarráðið megi setja reglur um sölu áfengis, er haft er til verklegra afnota, því til tryggingar, að það verði ekki haft til þess að búa til úr því áfenga drykki eða haft til neytslu.

Skal jeg þá ekki tala meir um þetta, en vík mjer að brtt. 1. brtt. á þgskj.475 ræðir um að í stað 3., 4. og 5 gr. komi ný grein, sem verður 3, gr., og sektir verði jafnháar og ákveðið er í 1. og 2. gr. 3. og 4. brtt. við 6. gr., sem verður 5. gr., eru að eins lítilvægar breytingar. Vona jeg svo, að hv. deild lofi frumvarpinu að ganga fram.