25.08.1915
Efri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 364 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

65. mál, áfengir drykkir

Framsögumaður (Björn Þorláksson):

Hv. þm. Seyðf. (K. F.), þótti það hart, ef svona ljettar öltegundir kæmust undir lögin. En jeg vil benda honum á, að bannlögin leggja minst 200 kr. sekt við því, að flytja inn öl með yfir 21/4% styrkleika. Þetta ákvæði er því í fullu samræmi við bannlögin.