02.09.1915
Efri deild: 49. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í B-deild Alþingistíðinda. (483)

138. mál, verkfall opinberra starfsmanna

Ráðherra:

Jeg stend að eins upp til að staðfesta orð háttv. þm. Skagfirðinga (J. B.). Skal jeg fúslega gangast við faðerni frumvarps þessa, og sjeu annmarkar á því, mun jeg íhuga athugasemdir þær, sem gjörðar kunna að verða. Um nauðsyn laganna tala jeg ekki, því að þar sem opinberir starfsmenn hafa lagt niður vinnu hafa verið samin slík lög, t. d. í Frakklandi, og þau munu nú vera á leiðinni bæði í Noregi og Danmörku. Öllum er ljós háski sá, er um getur verið að ræða, sem sje bæði peningatjón, tjón í viðskiftum o. fl. Hugsum okkur t. d., hvaða skipa- og manntjón gæti hlotist af því, ef allir vitaverðir legðu niður vinnu.