04.09.1915
Efri deild: 52. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Kristinn Daníelsson:

Það hefir hingað til ávalt verið siður að skifta fjárlagafrumvarpinu í tvent við 2. umræðu, og vil jeg mæla með því, að þeim sið yrði enn haldið. Það er miklu hægra fyrir menn að fylgjast með umræðum, ef þannig er rætt, en ella. Auk þess má geta þess, að skrifurunum þykir miklu þægilegra að skift sje.