30.07.1915
Efri deild: 19. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í B-deild Alþingistíðinda. (504)

58. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Flutningsmaður (Björn Þorláksson):

Örfá orð vil jeg láta fylgja frumvarpinu. Jeg gæti lagt til að þetta litla frumvarp fengi að ganga nefndarlaust áfram, því frumvarpinu fylgja meðmæli landsímastjóra, og það er enginn útgjaldaauki fyrir landssjóð. En jeg vil þó leggja til, að skipuð verði þriggja manna nefnd til að athuga málið, að þessari fyrstu umræðu lokinni, því í ráði er, að farið verði fram á, að lítilfjörleg smáviðbót bætist við það.

Vona jeg að háttv. deild lofi síðan málinu að ganga áfram.