08.09.1915
Efri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í B-deild Alþingistíðinda. (518)

58. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Karl Einarsson:

Mjer kemur það á óvart, að hjer á alt í einu og undirbúningslaust, að fara að samþykkja að setja hjer upp loftskeytastöð, sem ekki hefir nægan kraft til sambands við útlönd. Áður hefir hjer verið mikil mótspyrna móti loftskeytastöð, og hygg jeg að sumar mótbárurna gegn henni hafi verið á rökum bygðar. Og víst er það, að miklu var reksturskostnaðaráætlunin hærri, er það kom til tals að reisa slíka stöð í Vestmannaeyjum. Jeg man það meðal annars, að þá var álitið, að reksturskostnaður gæti aldrei orðið minni en 5000 kr. á ári. — Annars hefi jeg heyrt útgjörðarmenn efast um, að þeir mundu hafa mikið gagn af stöðinni. Einn þeirra, sem jeg átti tal við nýlega, taldi í meira lagi tvísýnt, að menn hjer færu að hafa loftskeytaáhöld á skipum sínum.

Þó að stóra Norræna nú hafi einkaleyfi sem stendur, þá fæst vafalaust samþykki þess, ef það fær að njóta teknanna og stöðin kemur ekki í bág við hagsmuni þess. Fyrir mitt leyti get jeg ekki samþykt frv. þetta, og ræð hv, deild helst til að fella það.