08.09.1915
Efri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 415 í B-deild Alþingistíðinda. (520)

58. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Karl Einarsson:

Að eins örfá orð út af ræðu hæstv. ráðherra. Jeg verð að líta svo á þetta mál, að ekki sje nein brýn þörf á loftskeytastöð, og mjer skilst að hæstv. ráðherra álíti að ekki eigi heldur að byggja stærri stöð. Því hefir verið haldið fram, að ekkert leyfi fengist hjá Stóra Norræna fjelaginu, til að byggja loftskeytastöð, en jeg neita að þetta sje rjett; en hvað leyfisskránni viðvíkur. þegar á að framlengja einkaleyfi Stóra Norræna fjelagsins, þá neita jeg því, þá er leyfistíminn er á enda, að ekki megi setja hvaða skilyrði sem vill og alveg neita. um endurnýjun. Jeg veit heldur ekki hverjir það eru, sem vit hafa á þessu máli, sem álita þetta svo bráðnauðsynlegt, því jeg álít einmitt að bygging þessarar stöðvar nú, verði til að hamla því, að stærri stöð verði bygð síðar.