08.09.1915
Efri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (525)

58. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Karl Einarsson:

Jeg vildi að eins leiðrjetta eitt atriði í ræðu hæstv. ráðherra. Jeg tók fram, að loftskeytastöð, væri heimiluð, en komast þyrfti að samningum við Stóra Norræna, og jeg bætti því við, að ólíklegt væri, að þeir hefðu á móti því. Heyrt hefi jeg líka að það hafi verið reynt, og málið horft fremur vanlega.