12.08.1915
Efri deild: 30. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (540)

64. mál, aðflutningsbann á áfengi

Karl Einarsson :

Eins og þingskjöl þau, er hjer liggja fyrir, sýna, þá hefir nefndin ekki getað orðið að öllu leyti samferða. Þó virtist það svo, á meðan nefndin starfaði, að þar væri rokkurn veginn góð samvinna og að nefndarmennirnir væru sammála í aðalatriðunum.

Jeg fyrir mitt leyti, og eins nefndin, vildum lagfæra þær misfellur, sem eru á frumv., en það hefir ekki tekist að öllu leyti, og vil jeg benda á nokkrar misfellur, er jeg tel nauðsyn að verði lagfærðar við 3. umr.

Í 2. brtt. á þgskj. 262 er svo fyrir mælt, að skipstjóri skuli bera ábyrgð á, að engu áfengi sje skotið undan innsiglun, og í 4. brtt. á sama þingskjali, að hann skuli aðeins bera ábyrgð á brotum skipverja, en eins og greinin verður orðuð með þessum breytingum, þá lítur svo út, sem skipstjóri eigi einnig að bera ábyrgð á því, ef einhver farþegi skýtur áfengi undan innsiglun. Þetta getur ekki hafa verið tilgangurinn, og verður því að lagfærast til 3. umr.

Við 5. tillöguna á þgskj. 262, um að síðasta málsgrein 1. greinar falli burtu, hefi jeg það að athuga, að jeg hefi ekki orðið þess var, er hátt. framsögum. (B. Þ.) var að tala um, að nefndin hefði samþykt að taka hana aftur, og hefi jeg þó mætt á öllum nefndarfundum, er jeg hefi verið boðaður til. (Björn Þorláksson: Meiri hluti nefndarinnar). Það getur verið, en mjer er ókunnugt um að nefndin hafi klofnað, eða nokkurir sjerfundir haldnir í nefndinni, og við hinir höfum enga tilkynningu um það fengið, sem hefði þó rjett verið.

Í 4. gr. vantar enn fremur ákvæði um, að eigi megi nota sama lyfseðil oftar en einu sinni. En það má laga við næstu umræðu.

Þá kemur það, sem jeg er ekki samþykkur meiri hluta nefndarinnar um. Jeg vil að felt sje burtu ákvæðið um það, að ekkert íslenskt fiskiskip megi hafa áfengi milli landa eða utan landhelgi; mjer finst með öðrum orðum ekki vera ástæða til þess, að önnur regla gildi um þetta fyrir íslensk fiskiskip en fyrir íslensk farþegaskip. — Og ef þetta ákvæði á að vera til þess, að síður sje hægt að fara kring um lögin, þá er engin ástæða til þess, að ætla að svo verði eða þurfi að verða. Ef íslensku fiskiskipin á annað borð vilja brjóta lögin með áfengisflutningi, þá vita allir, sem nokkuð eru kunnugir, að þau geta það hæglega, með því að fela áfengið, er skoðun fer fram, Þau hafa nógar holur og smugur til þess. Hvað þetta snertir; þá er ákvæðið þýðingarlaust og að eins óþarfa títuprjónsstingur til útgjörðarmanna og skipstjóra.

Það er með öðrum orðum alveg eins hægt fyrir skipstjóra að leyna áfengi, þó þeir hafi það, og að skjóta undan innsiglan, og vil jeg heldur halda, að þeir fremur gjörðu hið fyrra en síðara. Jeg gæti þó felt mig við þannig lagað ákvæði, ef það næði til allra íslenskra skipa, jafnt flutningsskipa sem farþega- og fiskiskipa. Yfir höfuð eiga þau ákvæði eða lagabreytingar, er við samþykkjum, að miða til þess, að hægra sje að framkvæma lögin, en ekki til þess að vekja óþarfa deilur.

Jeg get að öðru leyti um frv. vísað til þess, er háttv. framsm. (B. Þ.) sagði, og ef hann hefði ekki borið fram þetta frv., þá hefði jeg komið fram með frv. um að skerpa eftirlitið með skipunum; annars koma bannlögin ekki til fullra nota.

Jeg sje ekki að það sje neitt athugandi við það, þó þeir sjeu sektaðir, sem eru ölvaðir á almannafæri, einkum á landi, þar sem menn hafa ekki leyfi til að kaupa eða selja áfengi nje flytja til, og þó menn hafi leyfi til að hafa áfengisforða heima hjá sjer, þá leiðir ekki af því, að þeir hafi leyfi til þess óhegnt, að sýna sig ölvaða á almannafæri.

Þá vil jeg minnast nokkuð á brtt. hv. þm. Strand. (M. P.) við 1. gr. Það er þetta eftirlit með skipunum, sem er erfiðast, og það sem jeg tel hjer okkar verk, er að gjöra þetta eftirlit effektivt, án þess að skerða rjett annara manna.

Það hefir komið fram, að það þykir ekki fært, að innsigla allar áfengisbirgðir, er frakknesk fiskiskip hafa, vegna þess, að skipverjar eiga að hafa daglegan skamt af áfengi eftir þeirrar þjóðar lögum. En það er ekki allskostar rjett, að þar fyrir megi þau hafa ótakmarkaðan forða og ekkert eigi að innsigla. Mjer finst það vera ofur einfalt að spyrja, hversu lengi skipin eigi að vera inni a höfn, og má þá fljótlega sjá hversu mikið áfengi þau þurfa eftir reglum sínum; ekkert annað en margfalda dagskamt skipverja með dagafjöldanum. Þann forða þurfa þau, en hitt á að innsigla. Þetta finst mjer vera afareinfalt mál og brotalaust, og því greiði jeg atkvæði með brtt. á þgskj. 296 og síðan þgskj. 264.

Þó eftirlitið með skipunum sje á öllum höfnum, vegna þess, að þau væri talin burtfarin er þau færu til fiskjar, og því óforsiglaði forðinn minni, en ef hann væri talinn yfir vertímann, þá sje jeg ekki að af því leiði annað en að lögin sjeu síður brotin, birgðirnar minni til að selja af og eftirlitið betra. Og þó að af þessu leiði einhvern aukinn kostnað, þá getur hann ekki numið mjög miklu, en jeg geri ráð fyrir því, að nokkur muni hann verða. Og það ber að athuga, að eftirlitið eykst ekki stórum við þetta. Jeg lít líka svo á, að skoðun þá, er framkvæma skal, er skipin koma frá útlöndum, þurfi líka að borga,, því að 10 krónur þær, sem lögreglustjórinn fær nú, þær eru fyrir alt annað starf, þær eru fyrir tolleftirlitið.

Jeg hygg að hv. meiri hluti nefndarinnar gjörði hyggilega, ef hann tæki þessum brtt. vel, því að þær eru hiklaust heppilegar frá þeirra sjónarmiði.

Þá er 2. brtt. á þgskj. 263. Jeg lít svo á, að ekki sje heppilegt fyrir lögin og framtíð þeirra í landinu, að tekið sje fram fyrir hendur þeirra manna, sem eiga að stunda sjúklinga. Jeg vil segja, að það geti komið fyrir, að eftirlifandi ættingjar einhvers dáins manns gætu ef til vill álitið að hann hefði eigi afborið sjúkdóm þann, sem dró hann til dauða, sökum skorts á vínlyfjum. Ættingjana mundi taka þetta sárt, og allmargir mundu þeir verða af alþýðu manna, sem ekki mundu skilja lögin í þessu efni. Jeg hefði ekki gjörst flutningsmaður að þessum tillögum, ef jeg hefði ekki vitað til þess, að læknir einn ágætur, sem við allir þekkjum, álítur það hafa verið skaðlegt fyrir meðhöndlun hans á sjúklingum, að hann hafði ekki vín undir höndum. Leyfi jeg mjer með leyfi háttv. forseta að lesa hjer upp ritgjörð eftir hann. Ritgjörð þessi átti að koma út í Læknablaðinu, en hefir ekki komið enn þá, óvissra orsaka vegna:

Mixturæ vinosæ.

Hjer í Vestmannaeyjum gekk — eins og víða um land — illkynjuð lungnabólga í vetur og vor.

Jeg er einn þeirra, sem tel áfengi sjálf. sagt í meðferð lungnabólgu, nærri því eins nauðsynlegt og Digitalis eða 01. Camph. pro inject., sem jeg treysti best af öllu.

Í þessari epidemi kom mjer afar illa að geta ekki notað Sherry, eins og jeg var vanur. Það er bragðgott og hitaveikir menn hafa fremur lyst á því en flestu öðru áfengi. Þess utan hafa margir sjúklingar trölla trú á Sherry sem styrkjandi lyfi. Mátt þeirrar trúar á læknirinn ekki að lítilsvirða, heldur nota.

Mjer fellur illa að vera sviftur nokkuru því, sem jeg hefi notað til lækninga og gefist vel.

Jeg fæ ekki heldur sjeð, að bannlögin gjöri ráð fyrir neinu slíku sbr. 8. gr.:

. . . Þó mega lyfsalar og hjeraðslæknar selja mönnum áfenga drykki eftir lyfseðli glöggildra lækna.

. . . Um sölu lyfja þeirra, sem áfengi er í, setur landlæknir reglur um o. s. frv. Læknum og lyfsölum ætti því að vera heimilt að flytja t. d. Sherry, Portvín. Mundi bannlögunum stafa nokkur hætta af því, frekar en Spir. concentr.?

Það skil jeg varla. Vinum Malaga er smeðjulegt og ólystugt þeim, sem hitaveiki hafa, og verði, engin breyting á þessu á. stanodi, hljóta menn að notast við mixturæ vinosæ.

Jeg hefi reynt ýmsar samsetningar, en sjúklingum falla þær flestar illa.

Mixt. flava og mixt. vinosa (F. n. c, h.) eru báðar bragðvondar.

Litlu betra er t. d.: Rp.

Spir. concentr. vini Chinse

aa grm 60.

Aquæ communis

Syr. Sacchari

aa grm. 40. 1 staup 3–4 s. á dag, eða Spir. concentr.

Aquæ communis

Syrupi cerasi (eða annað Syr.)

Mixt. acidi Sulphurici

aa grm. 50. a.

1 staup í einu.

Enn fremur hefi jeg reynt :

Rp.

Spir. concentr.

Aquæ communis

Syr. cerasi

aa grm. 50.

Tinct. Amygdalæ (Mandel-Essents).

guttas V.

s 1 staup í einu.

(Er hjer um bil nákvæmlega sama og kallað er Sherry Cordial).

Karlmönnum, sem neytt hafa áfengis, þykir brennivín í kaffi skárra en alt þetta, þ. e.

RP. Aquæ aa grm. 150

Ætherol. Carvi

guttas IV.

Þetta og fleira hefi jeg reynt, en líkar ekkert af því. Bið því góðfúsa collega að bæta úr og senda Læknabl. nokkrar uppskriftir af góðum áfengisblöndum.

Þetta gæti orðið vísir til „Formulæ islandicæ“ sem Læknablaðið og bættur fjelagsskapur, vor á meðal, vonandi hefir í för með sjer fyrr eða síðar.

Halldór Gunnlaugsson.

Um mixturur þær, sem hjer er talað, sagði læknirinn mjer, að tveir sjúklingar, sem hann hefði reynt það við, hefðu annar kastað þeim upp, en hinn ekki viljað líta við þeim, og var þó annar þeirra drykkjumaður. Sjúklingar þessir dóu báðir; ekki held jeg því þó fram, að það hafi stafað af því, að vínið vantaði.

Jeg álít mjög skaðlegt fyrir lögin, að menn geti með nokkrum sanni sagt, að þau sjeu til ills að einhverju leyti. Hvort vín sje nauðsynlegt fyrir lækna; það fer jeg ekki út í; læt sjerfræðingana um það, en hinu held jeg fram, að það er skaði fyrir lögin, ef almenningur heldur að svo sje. Hættuna, sem stafi af því, að læknar hafi vín, sje jeg ekki, enda liggur hún þá fyrir nú þegar, þar eð þeim er leyfilegt að nota spir. concentr. eins og þeir vilja, og hefir ekki borið á að þeir hafi stórkostlega misbrúkað það vald. Úr spiritus concentr. geta þeir búið til brennivín, og það var einmitt þjóðdrykkur okkar Íslendinga til. skams tíma. Hættuna og vandann, sem stafi af þessu, sje jeg ekki; bið jeg því hv. deild að hugsa sig tvisvar um, áður en hún fellir tillöguna.

3. brtt. er sjálfsögð afleiðing af þeirri 1. og verður tekin aftur, ef sú 1. er feld. Hvað viðvíkur 9. brtt. á þgskj. 262, að í síðustu málsgrein stendur, að heimilt sje að skoða hjá mönnum, vil jeg benda á að það á ekkert skylt við húsrannsókn og er alt annað, því ef svo væri, væri hjer að tala um beint brot á stjórnarskránni.