18.08.1915
Efri deild: 36. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í B-deild Alþingistíðinda. (552)

64. mál, aðflutningsbann á áfengi

Karl Finnbogason:

Við 2. umr. þessa máls tók jeg það fram, að jeg mundi flytja breytingartillögu um eitt atriði. Hún er komin hjer á þgskj. 377, og er jeg ekki einn um hana. Við erum fjórir flutningsmennirnir. Hún er í fullu samsæmi við það, sem jeg sagði um daginn, að læknum ætti að vera heimilt að nota hvers konar áfengi til lækninga að vild sinni; þingið ætti leggja það algjörlega í þeirra vald.

Brtt. er svo skýr, að jeg sje enga ástæðu til að fara fleiri orðum um hana, Jeg veit líka að einn háttv. meðflutnigsmaður minn mun taka til máls um hana og fleira; skal jeg því ekki lengja umræður að óþörfu.

2. brtt. er bein afleiðing af hinni ef sú fyrri er samþykt, þá er 2. gr. bannlaganna úr gildi numin.