10.09.1915
Efri deild: 57. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í B-deild Alþingistíðinda. (569)

64. mál, aðflutningsbann á áfengi

Steingr. Jónsson:

Jeg vil skjóta því til háttv. þingdeildarmanna, hvort ekki væri hægt að hætta við þann ósið, þessa samtalsóreglu, er hefir upp á síðkastið komist á hjer í deildinni. Hún hefir aldrei tíðkast hjer fyrr, og jeg held að hv. deild hafi ekkert gott af því, að hún haldist áfram. Jeg skýt máli mínu til forseta og sjerstaklega til sessunautar míns. (Björn Þorláksson: Eru tveir forsetar hjer í deildinni?).