16.08.1915
Efri deild: 34. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í B-deild Alþingistíðinda. (601)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Framsm. (Guðm. Ólafsson):

Jeg vil fara nokkrum orðum um brtt., sem jeg hefi komið með á þgskj. 317. Við aðra umr. málsins var komið með þá rjettmætu mótbáru gegn frv., að ef komið væri mikið kapp við hreppsnefndarkosningar, svo kjósendur skiftust í flokka, væru engin ákvæði um að koma í veg fyrir, að meiri hlutinn rjeði öllum úrslitum, enda þótt hann væri örlítið stærri en minni hlutinn. Það er auðvitað ósanngjarnt, ef munurinn á flokkunum er mjög lítill.

Þessi 1. brtt. á þgskj. 317, ræður bót á þessu; getur það, að mínu áliti, alveg eins vel og listakosning, og hún er þægilegri og á betur við, þar sem engir framframbjóðendur eru. Önnur brtt. tekur greinilega fram, hvernig kjörseðlarnir eiga að líta út, og sýnir form þeirra. Það er auðvitað, að það er svolítið meiri fyrirhöfn en til stóð, en ef seðlarnir eru hafðir úr strikuðum pappír, má vel gjöra strikin

upp og ofan. Sveitarstjórnin ræður svo,. hvort yfirskriftin á seðlunum er prentuð eða skrifuð.

3. brtt. er örlítil orðabreyting; í stað „þarf að kjósa“, komi: hann kýs, framan við strikið á kjörseðlinum, og fyrir ofan. það í sömu línu, hve mörg atkvæði sín hann ætlar hverjum þeirra:

Jeg vona, að hv. deild fallist á, að frv. sje til bóta. Svo sje jeg ekki ástæðu til að segja meira um það að sinni.