17.08.1915
Efri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Karl Einarsson:

Jeg ætla að eins að endurtaka að það er rangt, að láta hreppsnefndir ákveða þetta. Þær verða þá að tilkynna sýslumanni í hvert skifti, sem kosning á að fara fram, hæfilega löngu fyrir manntalsþing, hvort hún á að vera leynileg eða ekki. Mjer finst þetta mjög grautarlegt, og er því alveg mótfallinn.