11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 573 í B-deild Alþingistíðinda. (616)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Hv. Nd. hefir gjört eina breytingu á frv., frá því sem það var hjer í hv. deild, sem sje þá, að setja það, að 1/3 hluti kjósenda þurfi að biðja um leynilega atkvgr., 3 stað þess að þar var 1/10. Nefndin telur, að þessi breyting sje ekki til bóta, en vill þó, eftir atvikum og með tilliti til þess, að hreppsnefndir geta ákveðið, að kosningar fari fram með leynilegri atkvgr., ef þær álíta það heppilegra, leggja það til, að frv. verði samþ. óbreytt, þar sem annað gæti orðið því að falli.