13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 160 í B-deild Alþingistíðinda. (62)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Guðmundur Ólafsson:

Þegar jeg samdi breytingartillöguna, gjörði jeg það vegna þess, að jeg kunni ekki við að brúin á Ólafsfjarðarós hefði hærri styrk en brúin á Hamarsá. Brúin á Ólafsfjarðarós á að vera úr timbri, en brúin á Hamarsá úr steinsteypu, og því rjettara að láta hana njóta hærri styrks. Síðan hefi jeg fengið upplýsingar um það, að á þessum vegi í Ólafsfirði sjeu tvær aðrar ár, Þverá og Garðsá, sem líka þarf að brúa, og er ætlað að kosti um 1700 kr. Til þessara brúa er ekki beðið um styrk, og sje jeg því. að ekki er ósanngjarnt að veita heldur ríflegan styrk til Ólafsfjarðaróss brúarinnar, fyrst landssjóður á annað borð veitir styrk til brúa úr timbri. Jeg tek því tillögu mína aftur. (Karl Finnbogason: Jeg tek hana upp aftur. Forseti: Og svo verður henni líklega vísað frá).