09.09.1915
Efri deild: 56. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 597 í B-deild Alþingistíðinda. (645)

93. mál, hagnýting járnsands

Framsm. (Karl Finnbogason) :

Því fer fjarri, að jeg sjái eftir því, að fjelagið láti af hendi slíka tryggingu, sem hv. þm. Ísaf. (S. St.) mælir með, og jeg óttast alls ekki, að fjelagið sje ekki fært um að greiða hana. Fyrirtækinu verður krafan um tryggingu því naumast að falli. En jeg býst við að breytingin yrði frumvarpinu að falli. Þess vegna er jeg henni mótfallinn. Jeg vil því leyfa mjer að skjóta því til hv. deildar, hvort önnur leið sje ekki hugsanleg út úr þessum vanda. Jeg lít svo á, að stjórnin geti t. d. sett þetta skilyrði þegar samningar hefjast milli hennar og leyfisbeiðanda. Mætti skora á stjórnina að gjöra þetta, í þingsályktunartillögu, sem fram kæmi um leið og 3. umr. málins færi fram. Jeg mun glaður greiða slíkri tillögu atkvæði mitt. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að málinu sje fullkomlega borgið, ef þessi leið er valin, og allir mættu vera ánægðir með það, ef þeir annars vilja leyfa málinu að ganga fram.