06.09.1915
Efri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 603 í B-deild Alþingistíðinda. (654)

52. mál, tún og matjurtagarðar

Framsm. (Sig. Stefánsson) :

Það er rjett, að þess er ekki getið í frumv., hvort sýslumenn eigi að fá borgun fyrir framkvæmdir sínar samkvæmt þessu frumv. eða ekki. En jeg hygg að af því geti ekki stafað neinn verulegur kostnaður, aðallega mundi það vera fyrir dálítið auknar skriftir. Það er ekki ætlast til þess, að þeir riði um hjeruð sín, og gæti þess, hvort rjett sje mælt, en hins er ætlast til, að þeir sjái um að verkið sje framkvæmt, og af því tel jeg að leiði svo lítinn aukakostnað, að flestir sýslumenn landsins mundu enga borgun þar fyrir taka. Þetta liggur í að verk þetta heyrir undir þá fremur sem oddvita sýslunefndanna en sem sýslumenn. En nefndin mun athuga þetta nánar við 3. umr.