06.09.1915
Efri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 603 í B-deild Alþingistíðinda. (656)

52. mál, tún og matjurtagarðar

Steingrímur Jónsson :

Jeg vil að eins skjóta því til háttv. framsögumanns (S. St.), hvort nefndin vilji ekki breyta 1. brtt. sinni svo til 3. umr., að sýslunefndir eigi að sjá um framkvæmd verksins, því þá getur það verið samningsmál milli hlutaðeigandi sýslumanns og sýslunefndar, hvort eða að hve miklu leyti borgun verður greidd fyrir starfið. Ef starfið er lítið, verður það væntanlega ekki borgað, en ef það verður mikið, þá að einhverju leyti. En jeg veit fyrir mitt leyti ekki, hversu mikið þetta starf verður.