07.09.1915
Efri deild: 54. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 608 í B-deild Alþingistíðinda. (669)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Forseti:

Jeg hefi litið svo á, sem þetta álit hv. minni hluta nefndarinnar hlyti að skoðast sem nefndarálit. Eða til hverra ráða á að grípa, ef nefndir finna uppá því að sitja á málum, til þess að drepa þau? Í áliti minni hlutans er það tekið fram, að formaður nefndarinnar hafi eigi fengist til þess að halda fund í nefndinni. Jeg sje ekki betur en að hjer hafi verið gripið til þess eina löglega ráðs, sem fyrir hendi var, til þess að knýja málið áfram. Samt sem áður er jeg fús til að bera það undir atkv. hv. deildar, hvort málið skuli tekið út af dagskr. eða ekki.