13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Jeg þarf ekki að vera langorður, því hjer hefir að eins einn háttv. þm. hreyft andmælum gegn brtt. nefndarinnar, og skal jeg því taka það fram, að nefndin leggur ekkert kapp á það mál, og með því að ekki hefir verið hægt að kalla saman fund, hefi jeg ekki leyfi til að taka hana aftur, en jeg gjöri ráð fyrir, að nefndarmenn hafi algjörlega óbundið atkvæði. En mjer er þó enn ekki fyllilega ljóst, hvers vegna styrkur þessi hefir verið notaður til að semja skýrslu Þjóðmenjasafnsins, í stað þess að vera notaður til þess að geta hana út.

Kem jeg þá að brtt. einstakra þingmanna. Er þá fyrst brtt, hv. þm. Húnvetninga (G. Ó.), sem hann tók aftur, en hv. þm. Seyðf. (K. F.) tók upp. Nefndin hefir ekki viljað ganga að henni, nema með því móti, að hún hefði verið borin upp í tvennu lagi, þá hefði hún getað gengið inn á síðari liðinn. Ef háttv. forseti sjer sjer fært að bera hana upp þannig, þá getur verið að hún gangi fram. Hins vegar vil jeg benda á það, að nefndin telur rangt, að landssjóður leggi fé til trébrúa, heldur að eins til þeirra, sem eru úr steini eða járni. Er mjer sagt, að þetta sje og hafi verið skoðun landsverkfræðingsins og þingsins áður, og verðum við því að halda henni fast fram. Þó þetta sje ef til vill dýrara, þá er það miklu betra fyrir sveitina, sem hjer á hlut að máli.

Þá kem jeg að hv. 6. kgk. (J. Þ,.) og klausunni góðu við skáldin og listamennina, því nefndin getur ekki fallist á brtt. Sama er að segja um styrk til heildarútgáfu rita Hallgríms Pjeturssonar. Nefndinni finst sem sje ekki rjett, að koma með nýja liði til samþyktar við eina umr. í Ed. Svo var ágreiningur um, hvort slík heildarútgáfa væri heppileg, og var það mest með tilliti til útgáfu á ritum Stefáns Ólafssonar.

Hv. 5. kgk. (G. B.), þurfti alls ekki að biðja nefndina neinnar velvirðingar, því meiri hluti hennar tekur brtt. aftur, með mikilli. ánægju, og jeg vona, að atkvæði um það nauðsynjamál verði óskift.

Þá talaði háttv. 2. kgk. þm. (Stgr. J.), um brimbrjótinn í Bolungarvík, og get jeg lýst yfir því, að nefndin hefir algjörlega óbundin atkvæði í því máli. Sama er að segja um brtt. hv. þm. Seyðf: (K. F.); við hana hefir nefndin ekkert sjerstakt að athuga.

Háttv. þm. Vestmannaeyja (K. E.) hefir ekki fært rök fyrir tillögu sinni, en nefndin hefir ekkert um hana að segja að svo stöddu, nema að hún kemur nokkuð seint.

Háttv. þm. Seyðf. (K. F.) var óánægður við nefndina út af því, að vilja fella niður launaviðbót til Einars Sæmundssen. En þar fór nefndin eftir skjölum þeim og gögnum, sem fyrir lágu í málinu, og þau mæla ekki með hækkun. Vil jeg síður lesa upp brjefið, en ályktunarorðin eru þau, að ef til vill væri gjörlegt að hækka launin, ef þá fengist fremur hæfur maður til að gegna starfinu. Hins vegar skal jeg ekki segja um, hvað Kofoed-Hansen hefir við ráðherra sagt í þessu efni. Þetta stendur skrifað, og á öðru gat nefndin ekki bygt.

Á þgskj. 967 er brtt. frá nefndinni. Hún er þannig til komin, að landsbókavörður hefir sótt um að fá uppbót á fje, sem safnið hefir lagt fram fyrir geymslu. Hefir nefndin fengið brjef frá honum þessu viðvíkjandi.

Segist landsbókavörður, vegna hlífðar við safnið hafa skirrst við að reka út Náttúrugripasafnið, eftir að troðfult hafi verið orðið í lögfræðisdeild, lækna og málfræðideild safnsins, og með því sparað landssjóði 2000 til 3000 kr. árlega í húsaleigu. Enn fremur segir hann : „Í september, að afloknu þingi 1913, spyr jeg stjórnarráðið hvað gjöra skuli í þessum efnum. Vandinn á aðra hönd, en úrlausn bráðnauðsynleg á hina. Því bauð jeg stjórnarráðinu, sem ekki vissi hvernig úr ætti að ráða, að lána af 2000 króna aukasjóði, sem jeg hafði ætlað safni mínu til búdrýginda, ef höpp bæru að höndum, það er nægði til bráðabirgða, fyrir geymslu á úreltum bökum og öðrum þeim ritum, sem lítt er eftir sótt. Stjórnarráðið tók þessu boði með þökkum, og leyfði mjer að leggja þetta fje út til bráðabirgða.

Jeg hafði vænst þess, að útlagður eyrir til skápa í kjallara Jóns bæjarfógeta Magnússonar, að upphæð kr. 552,50, sem og goldin ársleiga, fyrir árin 1914 og 1915, 180 kr. hvort árið, yrði safninu endurgoldin í fjáraukalögum, sem og áframhaldandi leigukostnaður, með kr. 180,00 á ári framvegis“.

Skal jeg geta þess, að þessar 912,50 krónur áttu að koma í fjáraukalög, en brtt, gat ekki komið fyr, sökum þess að beðið hefir verið eftir svari frá stjórnarráðinu, sem fyrst kom í dag. Finst nefndinni óhjákvæmilegt, að veita fje þetta.

Nefndin hefir ekki átt neinn fund með sjer, um brtt. hv. 6. kgk. þm. (J. Þ.), því hún kom of seint, en mjer finst hún næsta óþörf, og að liðurinn megi standa óhaggaður, enda óviðkunnanlegt að hækka laun aðstoðarskjalavarðar þannig, að hann verði jafnhár og núverandi skjalavörður.