11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 627 í B-deild Alþingistíðinda. (682)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Hákon Kristófersson:

Jeg undirstrika allt það, er hv. 2. þm. Skagf. (J. B.) tók fram, því jeg er því gjörsamlega samþykkur, og er þess fullviss, að hinn mikilsvirti 6. kgk. þm. (J. Þ.) er mikils góðs maklegur sem skjalavörður, því hann hefir leyst það starf vel af hendi. Jeg hefði greitt. atkvæði með að veita honum persónulega launaviðbót. En undir rekstri málsins hjer í hv. deild, hefir margt það komið fram, sem betur hefði ekki í ljós komið, og það lítur svo út, að hjer sje ekki allt svo sem vera á.