06.09.1915
Efri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í B-deild Alþingistíðinda. (687)

73. mál, Siglufjarðarhöfn

Framsögum. (Kristinn Daníelsson):

Jeg vona að hv. deild hafi kynt sjer álit nefndarinnar, sem með þetta mál hefir farið, á þgskj. 677, því þar er það tekið fram, sem nefndin hefir um málið að segja. Aðalatriðið, sem nefndinni þykir athugavert í þessu sambandi, er það, að gengið hefir verið fram hjá sýslunefndinni, sem annars er vanalega milliliður í slíkum málum. Einnig vil jeg geta þess, að engin ummæli. liggja fyrir um málið frá sveitarstjórnarvöldunum, hvorki frá sýslunefnd nje hreppsnefnd, heldur einungis frá hafnarnefnd á Siglufirði. Þótti henni því viðurhlutamikið, að landssjóður bindi sjer slíkar byrðar, án nokkurrar millitryggingingar. Þykir henni það geta bent á, að sýslunefndin telji málinu ekki eins óhætt sem skyldi, ef hún vill ekki eiga neinn hlut að því. Að þessu öllu athuguðu datt nefndinni í hug, að rjettast mundi vera að fresta málinu alveg að sinni, en hins vegar verður hún að kannast við, að þetta getur skift máli fyrir Siglufjarðarkauptún, og vill því ekki útiloka eða tefja fyrir að þetta geti komist í framkvæmd, en leggja til, að frv. nái fram að ganga með þeim brtt., sem prentaðar eru á þgskj. 677, að þessu til skildu, að ábyrgð sýslunefndar og afskifti sjeu áskilin til tryggingar og eftirlits á meðferð og hagnýting þessarar fjárupphæðar. Fleira þarf nefndin væntanlega ekki að taka fram um málið, en vonar að deildin taki því vel í þessari mynd.