02.08.1915
Efri deild: 21. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í B-deild Alþingistíðinda. (702)

3. mál, kosningar til Alþingis

Steingrímur Jónsson:

Um tillöguna á þgskj. 181 vildi jeg taka það fram, að jeg get ekki felt mig við hana. Mjer finst hún vera beint á móti anda stjórnarskrárinnar, þar sem það er tekið fram, að landskosningarnar og kjördæmakosningarnar skuli ekki fram fara samtímis, og hún er beint í bága við reglur þær, er kosningalögin sjálf setja um reglulegar kosningar.

Jeg vil auk þess vekja athygli á því, að nú verður hver flokkur að setja 12 menn á landskosningarlistana, og ef þessi tillaga væri samþykt, þá gæti enginn af þeim mönnum, er stæðu á landskosningarlista, boðið sig fram í kjördæmunum. Eins og nú standa sakir, má búast við því, að listarnir verði jafnvel 3, og væri það því hið sama og útiloka 30 menn frá því að bjóða sig fram í kjördæmunum, og væntanlega má gjöra ráð fyrir því, að þetta sjeu nýtustu mennirnir, sem þinginu væri mest þörf á að fá. Og höfum við ráð á, að útiloka þá frá þingsetu? Jeg hygg að svo sje ekki. Jeg vil því alvarlega ráða háttv. deild frá, að samþ. brtt. á þgskj. 181.