11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í B-deild Alþingistíðinda. (709)

3. mál, kosningar til Alþingis

Framsm. (Karl Finnbogason):

Hv. 5. kgk. þm. (G. B.) segir, að það sje nauðsynlegt, að stjórnarskráin sje birt sem fyrst. Það skil jeg ekki. Jeg sje ekki annað en það sje nóg, að hún sje birt 12 vikum fyrir næsta nýjár. En síðar en 12 vikum fyrir nýjár ætla jeg að hún megi ekki öðlast gildi, ef kjörskrá á að semja samkvæmt henni og nýju kosningalögunum á ákveðnum tíma, því upp úr nýjárinu á að fara að semja hinar nýju kjörskrár, sem eiga að koma í gildi 1. júlí næstkomandi. Það getur því ekki skift neinu máli, þótt hún væri birt fyrr. Fyrr en þetta er þó ekki byrjað á samning kjörskránna.