13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í B-deild Alþingistíðinda. (71)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Karl Finnbogason:

Að eins örfá orð út af brjefi skógræktarstjórans.

Mjer finst álit háttv. nefndar vera dálítið þversum í þessu máli. Jeg get ekki sjeð, að hjer sje hægt að spilla neinu, því ef maðurinn fær bætt laun og dugir vel, þá er hann verður launanna. En ef hann dugir ekki vel og annar maður fæst í hans stað fyrir það að launin hækka, og sá dugir vel, eins og skógræktarstjórinn virðist gera sjer von um, þá ber alt að sama brunni. En háttv. nefnd vildi ekki unna núverandi skógarverði hærri launa en hann hefir. Og hún vill ekki heldur unna skógræktarstjóranum þess, að fá betri mann, ef þessi dugir ekki að dómi hans. Alt á að sitja við sama, hvorugs kjör má bæta, skógarvarðar eða skógar.