11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

3. mál, kosningar til Alþingis

Ráðherra:

Þetta er misskilningur hjá hv. þm. Seyðf. (K. F.) því ef t. d. verður samþykt að kjósa laugardaginn í 4. viku sumars, þá hlýtur löggjafinn að ætlast til þess, að allt sje formlega undirbúið, þó það kunni að brjóta í bága við einhverjar almennar reglur. Þá liggur það í hlutarins eðli, að löggjöfin ætlast ekki til, að þeim sje fylgt í þessu einstaka tilfelli.