20.08.1915
Efri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 658 í B-deild Alþingistíðinda. (724)

92. mál, fasteignamat

Jósef Björnsson :

Það eru að eins örfá orð. Jeg vildi skjóta því til hinnar háttv. nefndar, að mjer virðist orðalagið í 18. gr., að því er snertir landamerkjabrjef, vera þannig vaxið, að jeg efast um að hinn hv. nefnd hafi meint það, sem í orðunum liggur. Þar er komist svo að orði: „Skulu öll eignagögn jarða, er þeim fylgja, svo og landamerkjabrjef, afhent matsnefndinni. Samkvæmt þessu er það skylda allra að af- henda matsmönnum landamerhjabrjef, en nú skyldu þau ekki vera til, þá yrði að fá þau með dómi, en það hygg jeg að hafi ekki verið meining nefndarinnar. Jeg, er og sömu skoðunar og háttv. þm. G.-K. (K. D.) um, að vel mætti við það hlíta, þó endurmat færi ekki fram 10. hvert ár.