20.08.1915
Efri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

92. mál, fasteignamat

Framsm. (Eiríkur Briem):

Jeg hefi lítið að segja, en vil þó víkja nokkrum orðum að ræðu háttv. 2. kgk. þm. (Stgr. J.). Hann talaði um landamerkjabrjef Nefndin hafði ekki annað í huga en landamerkjabrjef þau, sem til eru. Í landamerkjalögunum er mönnum gjört að skyldu, að semja landamerkjabrjef, en ef nágrannarnir ekki vilja skrifa undir það, þá er það ekki gilt. Það er ekki fyrr en allir nágrannarnir hafa skrifað undir, að hægt er að þinglýsa því, svo að það fullgilt sje. Þess vegna eru öll þrætulöndin, en landamerkjalögin hafa þó átt góðan þátt í að fækka þeim. Þetta spursmál um landamerkjabrjef vakti ekki fyrir nefndinni. Það eru að eins þau landamerkjabrjef, sem til eru, sem hægt er að fara eftir; annars verður að fara eftir þeim upplýsingum, sem gefnar eru. Landamerkjabrjefin ein eru því ekki fullnægjandi. Háttv. 2. þm. G.-K. (K. D.) talaði um, að jarðir hefðu sumstaðar stykkjast upp í smá parta. Það er ekki að eins, að landspildur hafi verið seldar á erfðafestu, heldur og leigðar um ákveðið árabil eða seldar fyrir fult og alt.