05.08.1915
Efri deild: 24. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í B-deild Alþingistíðinda. (832)

83. mál, Bjarghús í Þverárhreppi

Steingrímur Jónsson; Háttv. 2. þm. Húnv. (G. Ó.) viðurkennir, að ábúandinn gat krafist mats. Hví gjörði hann það þá ekki? Jeg sje nú, að það stendur hjer í frv. að eins heimild til að selja jörðina þetta er hlægilegt, því stjórnarráðinu er heimilt að selja þessa jörð samkvæmt lögunum um sölu kirkjujarða. En ef þetta á að vera skipun til stjórnarráðsins, þá er verið að taka fram fyrir hendur þess að óþörfu.