07.08.1915
Efri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (875)

39. mál, fátækralög

Steingrímur Jónsson :

Mér finst háttv. þm. Seyðf. (K. F.) og háttv. þm. Húnv. (G. Ó.) vera á sama máli og niðurstaða nefndarinnar varð. Eins og framsögum. (H. K.) tók fram, var nefndin ekki sammála. Jeg segi fyrir mitt leyti, að jeg vildi helst, að frv. hefði ekki komið fram. Ekki vegna þess, að lögin sjeu rjettlát eins og þau eru nú, heldur vegna þess, að engar verulegar kvartanir hafa komið fram. Menn hafa sætt sig við fátækralögin síðan 1907, og þetta sveitfestisákvæði hefir gilt síðan um 1850. Jeg gekk inn á það með meðnefndarmönnum mínum, að stytta sveitfestistímam ofan í 5 ár, úr 10 árum, og gat jeg ekki betur heyrt, en að háttv. þm. SeyðF. (K. F.) áliti það heppilegt. En hann vildi fara lengra, binda það við 5 ár samtals en ekki samfleytt. Mjer skildist hann telja það framför, að menn, eftir frv. vinna sjer framfærslurjett með 5 ára dvöl, þó þannig, að maður á framfærslurjettt þar, sem hann hefir dvalið lengst eftir 16 ára aldur, ef dvölin er yfir 5 ár. Nú er þetta svo, að þó maður hafi átt heima 20 ár samfleytt í hreppi, en dvelur síðan annarsstaðar í 10 ár, þá eru það þessi 10 ár, sem ráða sveitfestinni.

Þeir, sem hafa kynt sjer þurfamannamál og kynt sjer lífsferil þeirra manna, sem svo eru staddir, hafa komist að raun um, að mikill partur úr æfi þeirra, og þá sjerstaklega fyrstu árin eftir 16 ára aldur, hefir verið sífeldur flækingur hrepp úr hreppi, oftast eitt ár í stað, eða ekki það. Þetta á að vera þýðingarlaust fyrir framfæslurjett mannsins, því mjög oft er það tilviljun ein, sem ræður, hvar hann er talinn eiga heimili í kirkjubókunum, en eftir þeim verður að fara, þegar sveitfestismálið kemur til úrskurðar, má ske 20–30 árum síðar. Jeg álít því, að best sje að hafa samfleytt í stað samtals, og vona, að hv. þm. Seyðf. (K. F.) fallist á, að það sje að minsta kosti praktiskast, ef ekki rjettlátast, en um það er erfitt að segja.

Jeg skal að eins víkja örfáum orðum að háttv. þingmanni Húnv. (G. Ó.). Það var að eins af athugaleysi, að nefndin breytti ekki 37. gr., og er sjálfsagt að gjöra það við 3. umr.