26.08.1915
Efri deild: 43. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í B-deild Alþingistíðinda. (896)

89. mál, kosningaréttur og kjörgengi

Jósef Björnsson:

Örstutta athugasemd vildi jeg gjöra.

Því hefir verið hreyft hjer, að það hafi engin rödd komið fram frá konunum sjálfum um að fá heimild þessa afnumda. En það er ekki rjett. Í undirskriftum þeim, er Alþingi bárust árin 1909 og 1911 var það, að minsta kosti sumstaðar, að þær óskuðu bæði að fá þenna rjett og taka að sjer skyldurnar til jafns við karlmennina.

Hvað önnur atriði málsins snertir, þá vil jeg taka það fram, að hætt er við, að hæfustu konur veljist ekki til starfsins, ef þessi heimild er látin kyr standa í lögum.

Þegar konur hafa jafnrjetti við karlmenn, þá finst mjer að sje ekki auðvelt að mæla móti því, að allmargt megi færa því til stuðnings, að rjett sje að þær hafi jafnar skyldur, og jeg hlýt því að greiða atkvæði með frv.