09.09.1915
Efri deild: 56. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (918)

61. mál, fræðsla barna

Framsm. (Karl Finnbogason):

Jeg skal ekki vera fjölorður um þetta mál, enda vona jeg, að hv. deildarmenn hafi kynt sjer nefndarálitið. Jeg hefi leyft mjer að leggja til, að frv. verði samþ., en hv. meðnefndarmenn mínir hafa ekki getað orðið mjer sammála. Jeg hefi útlistað mína skoðun á málina í nefndarálitinu, og vil að eins bæta því við hjer, að mjer er ekkert kappsmál um að frv. verði samþ., nema því að eins, að fje því, sem á þann hátt mætti spara, yrði varið til framhaldsmentunar kennurum landsins, utanfararstyrks. En jeg hefi ekki mikla von um, að jeg geti náð þeim tilgangi mínum, og ætla mjer því ekki að leggja neitt kapp á, að frv. verði að lögum. En jeg hefi komið málinu fyrir deildina á ný, fyrst og fremst vegna þess, að jeg tel illa við eiga, að svæfa mál í nefnd, og í öðru lagi vegna þess, að jeg vil, að það komi berlega í ljós, að Alþingi vilji hvorki spara fje, þar sem það er hægt, nje heldur nota það til þessarar sanngjörnu styrkveitingar.