19.08.1915
Efri deild: 37. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í B-deild Alþingistíðinda. (92)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Guðmundur Ólafsson:

Jeg vildi að eins segja örfá orð.

Ekki verður því neitað, að hjörtun eru viðkvæm í fleirum en bændunum, og sannast það berlega á háttv. framsögum. (M. P.). Hann kvað mig hvorki heyra nje sjá rjett, en getur þó ekki hrakið neitt af því, sem jeg benti á. Því verður alls ekki neitað, að í nefndarálitinu eru algjörlega höfð hausavíxl á lagalegum og sanngirnisrjetti. Stundum hefir sanngirnin betur, en stundum er hún að engu höfð.

Annars þarf jeg ekki að fara frekari orðum um þetta, því háttv. frsm. getur alls ekki neitað því, að jeg fer með rjett mál.