03.08.1915
Efri deild: 22. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 823 í B-deild Alþingistíðinda. (949)

81. mál, fiskveiðar á opnum skipum

Flutnm. (Karl Einarsson):

Skömmu áður en jeg fór að heiman, fjekk jeg brjef frá deild fiskifjelagsins í Vestmannaeyjum, þar sem farið var fram á, að þeim lögum, sem jeg hefi hjer farið fram á að breyta. yrði breytt á þá leið, að framvegis mætti gjöra fiskisamþyktir fyrir öll skip, hversu stór sem þau eru, ef þau stunda fiskveiðar með lóð. Jeg hefi þó ekki gengið svo langt í þessu frv. Jeg álít nóg, að lögin nái til báta, sem eru 30 smálestir og minni.

Lögin ná nú til þiljaðra mótorbáta, sem ekki eru stærri en 15 smál., en það hefir sýnt sig, að þessir bátar eru alt af að stækka, og í vetur hefir einn bátur gengið úr Eyjunum, sem er 20 smál., og annar, sem er 27 smálestir. Mönnum þykir hart, að þessir bátar skuli geta róið þegar öllum öðrum er bannað að róa, þar sem þessir bátar stunda veiðar á alveg sama hátt og hinir. Og það vil jeg taka fram, að þessir bátar gjöra. Þeir koma einnig heim að kvöldi, og er því rjett að sama gildi um þá og aðra báta. Jeg vona að háttv. deild taki þessu máli vel, og vil jeg jafnframt henda á, að rjett væri að færa saman lög þau, sem sett hafa verið um þetta efni, að minsta kosti þau, sem sett hafa verið síðan 1905. Vil jeg að lokum leyfa mjer að stinga upp á, að þriggja manna nefnd verði skipuð til að athuga málið að lokinni þessari umræðu.