02.09.1915
Efri deild: 49. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í B-deild Alþingistíðinda. (952)

81. mál, fiskveiðar á opnum skipum

Eiríkur Briem:

Jeg hefi ekki getað orðið sammála háttv. meðnefndarmönnum mínum. Jeg verð yfirleitt að telja það varhugavert, að veita mönnum heimildir til slíkra samþykta, sem geta takmarkað framkvæmdir þeirra, sem hafa betri áhöld eða meiri dugnað. Slík takamarkandi ákvæði hafa oft gengið svo langt, að jafnvel þeir, sem hafa barist fyrir þeim, hafa seinna sjeð, að þeir sjálfir sköðuðust á þeim. Jeg hygg, t. d. að taka, að allir sjeu nú orðnir á eitt mál sáttir um, að samþyktirnar um netjalagningar hjer í Faxaflóa, hafi verið til ills eins. Jeg vil því ekki rýmka svið slíkra samþykta. Hins vegar vil jeg taka það fram, að jeg álít, að viða.till. nefndarinnar á þgskj. 661 sje til bóta.