21.07.1915
Efri deild: 12. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 831 í B-deild Alþingistíðinda. (968)

20. mál, stjórnarskrármálið

Karl Einarsson :

Jeg vil leyfa mjer að stinga upp á því, að málið sje tekið út af dagskrá, sökum lasleika eins þingmanns, 2. þm. Skagf. (J. B.), sem þó eigi mun vera alvarlegur, og er von um bráðan bata. Engin tímatöf þarf að verða að þessu, þar eð annríki er eigi mikið, og við getum á meðan haldið fjárlaganefndarfund með Nd. Umræður um mál þetta kynnu ella að dragast, og hefi jeg þetta á móti að ræða það svo, að allir sjeu eigi viðstaddir, hve málið er mikils vert, og auk þess alveg sjálfsögð kurteisi við viðkomandi þingmann að fresta umræðum.