22.07.1915
Efri deild: 13. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 892 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

20. mál, stjórnarskrármálið

Steingrímur Jónsson:

Jeg stend upp að eins til þess að minnast á dagskrá hv. þm. Vestm. (K. E.) því hún var ókomin fram áðan, er jeg talaði. Jeg get nú lýst því yfir, að við Heimastjórnarmenn munum greiða atkv. á móti henni, og get jeg, hvað ástæðunum fyrir því við víkur, skírskotað til þess, er háttv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) hefir tekið fram, en auk þess liggja til þess fleiri rök, sem jeg finn ekki ástæðu til að greina, með því að það yrði að eins til þess að lengja umræðurnar.

Viðvíkjandi því, að jeg greiddi áðan atkvæði með því, að umræðum yrði hætt, skal jeg taka það fram, að það hafði enginn beðið um orðið, sem ekki hafði áður talað, en jafnskjótt og jeg vissi, að háttv. þm., er eigi höfðu áður talað, óskuðu þess, þá vildi jeg ekki láta hætta umræðum, og hefði því, ef ítrekuð atkvgr. hefði farið fram um það, greitt atkvæði með því, að umræður hjeldu áfram.