22.07.1915
Efri deild: 13. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (991)

20. mál, stjórnarskrármálið

Karl Einarsson:

Háttv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) sagði, að jeg hefði haldið því fram. að hann færi með rangt mál, er hann sagðist hafa sjeð dagskrá mína fyrir tveim dögum. Jeg verð að endurtaka það, þar eð dagskráin var ekki til þá, en uppkast af henni sá hann hjá mjer, og fanst mjer ótilhlýðilegt að hann færi að geta þess hjer.