06.01.1917
Neðri deild: 16. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í B-deild Alþingistíðinda. (160)

27. mál, strandferðaskip

Matthías Ólafsson:

Jeg ætla að eins að bæta örfáum orðum við það, sem háttv. þm. A.-Sk. (Þorl. J.) sagði. Jeg er þakklátur nefndinni fyrir breytingar þessar, og tel þær heppilegar, en mjer kæmi betur, að staður sá, er jeg tilnefndi, sem sje Súgandafjörður, stæði á áætlun þeirri, er frá Alþingi kemur, og vona jeg að svo verði, ef áætlunin verður prentuð aftur.