04.01.1917
Neðri deild: 14. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í B-deild Alþingistíðinda. (176)

20. mál, sjógarður fyrir Einarshafnarlandi

Framsögum. (Gísli Sveinsson):

Fjárveitinganefndin hefir haft frv. þetta til athugunar, og þótt hún sje yfirleitt ekki með því, að á þessu aukaþingi sje samþykt heimildarlög fyrir fjárveitingum til sjerstakra verka, þá hefir hún þó gjört undantekning um frv. þetta, þar sem brýna nauðsyn ber til, að verk þetta verði framkvæmt hið allra bráðasta.

Nefndin leggur því einróma til, að frv. þetta nái fram að ganga.