04.01.1917
Neðri deild: 14. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í B-deild Alþingistíðinda. (186)

21. mál, ráðstafanir út af Norðurálfuófriðnum

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg vil leyfa mjer að skírskota til þess, er háttv. 1. þm. Skagf. (M. G.) tók fram í ræðu sinni, að nefndin öll var sammála um, að leggja bæri þann skilning í heimildarlögin, að stjórnin gjörði sitt ítrasta til að afla landinu nauðsynja, og þegar nefndin gekk út frá því, að þeim yrði úthlutað á þann hátt, sem farið var fram á í þingsályktunartillögunni, og jeg tók fram í framsöguræði minni, er tillagan var til umræðu í deildinni, þá varð það að samkomulagi í nefndinni, að við tækjum aftur till. okkar. Og gat jeg fallist á það því fremur, sem mjer er kunnugt um, að stjórnin, sem nú tekur við, ætlar að gjöra það, sem henni er unt í þessu máli.