11.01.1917
Neðri deild: 22. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í B-deild Alþingistíðinda. (225)

40. mál, kaup á eimskipum til vöruflutninga

Pjetur Jónsson:

Jeg hefi ekki viljað draga úr því, að landsstjórnin hefði frjálsar hendur, en hefði þótt nóg að skipið væri eitt. Þótt heimildin hafi nú verið rýmkuð, býst jeg við, að framkvæmdirnar takmarkist af lánstrausti því, er landið hefir. En þótt það hefði verið og geti orðið mikið, verður, við að ráðast í þessi skipakaup, höggið nærri lánstrausti landsins. Vil jeg því beina. því til stjórnarinnar, að hjer þarf að fara varlega, því það er líka hægt að selja sjálfstæði þessa lands með ofháum skuldum og skuldbindingum. Vildi jeg þá heldur halda sjálfstæði þess, og vinna það til, að búa við þröngan kost um hríð. Vona jeg, að stjórnin hafi líka athugað þetta. Vil jeg samt í engu draga úr þessu, ef það reynist kleift.