11.01.1917
Neðri deild: 22. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

40. mál, kaup á eimskipum til vöruflutninga

Einar Arnórsson:

Að eins fáein orð viðvíkjandi stærð skipanna. Um aðalatriðið þarf jeg ekki að fjölyrða; framsögumaður (M. P.) fjelst á till. mína. Vil jeg að eins taka það fram viðvíkjandi vesturferðunum, að ekki er nauðsynlegt, að skipin sjeu 1500 tonn að stærð. Hingað til hefir verið notast við 900—1000 tonna skip. Því finst mjer ekki ætti að rígbinda kaup skipanna við neina alveg ákveðna smálestatölu. Mjer finst stjórnin alls ekki ætti að hafna skipakaupum, ef góðir kostir fengjust, þótt skipið væri eitthvað undir 1500 tonnum.