11.01.1917
Neðri deild: 22. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

48. mál, afnám laga

Flutnm. (Bjarni Jónsson):

Ef háttv. þm. (G. Sv.) þykir það miður farið, að lögin öðlist gildi nú þegar, þá er tími til að setja eitthvert tímatakmark, og alt af er opinn vegur til þess að breyta þeim. Jeg treysti mjer ekki til, að koma með svo fullkomin frumvörp, að eigi megi umbæta þau eða breyta þeim.

Jeg læt svo útrætt um þetta mál. Það mun koma í ljós við atkvæðagreiðsluna, hvort frumvarpið nær að ganga áfram.