08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 322 í B-deild Alþingistíðinda. (415)

33. mál, réttur landssjóðs til fossa o. fl. í afréttum

Forsætisráðh. (JónMagnússon):

Jeg vil að eins taka það fram, að það er sjálfsagt, ef þessi till. verður samþykt, og í raun og veru hvort sem er, að stjórnin gæti hagsmuna landsins eftir ítrasta megni. Jeg hygg, að það sje orð í tíma talað, þótt jeg búist við að stjórnin hafi jafnan til þessa haft auga fyrir þessu.

En jeg gjöri ráð fyrir því, að ef eitthvað verulegt á að gjöra í þessu máli, sjerstaklega að því er snertir fyrra lið till., þá þurfi að fara fram rannsókn, sem sjálfsagt mundi kosta eitthvað. Um 2. lið getur vel verið, að engin veruleg niðurstaða fáist, nema með dómi.

Jeg má fullyrða, að stjórnin er fús til þess að sinna þessari till., og vona þá, ef hún verður samþykt, að ekki verði fundið að því, þótt verja þurfi einhverju fje til þess að koma henni í framkvæmd.